198. Gjörbreytt líf
Podcastið með Lindu Pé - A podcast by Linda Pétursdóttir - Wednesdays
Categories:
„Ég hef ekki fundið fyrir þunglyndi í eitt og hálft ár" segir Matthildur Helgadóttir Jónudóttir sem er í viðtali hjá mér í þættinum. „Ég hef verið LMLP kona í tæp tvö ár og á þeim tíma hefur mér tekist að gjörbreyta lífi mínu. Ég hef lært og tileinkað mér að með því vera meðvituð um hvað ég hugsa, hvernig mér líður og hvað ég geri get ég skapað mér gott líf. Svarthildur er horfin. Hún er sú kona í mér sem var þunglynd. Ég glímdi stundum við þunglyndi og datt sérstaklega niður á veturna og öllu sem því fylgdi, stundum þurfti ég að fara á lyf og þetta var ekki að ganga alveg nógu vel. Ég var búin að sætta mig við að dökki tónninn í sálinni á mér væri bara þarna til að vera en með allri þessari sjálfsvinnu þá hvarf þessi kona og ég hef ekki fundið fyrir þunglyndi í eitt og hálft ár. Ekki vottur fyrir því og það er engin smáræðis breyting á lífi mínu." → NÚ ER LOKS OPIÐ FYRIR SKRÁNINGAR Í LMLP PRÓGRAMMIÐ MEÐ LINDU PÉ! EN AÐEINS Í ÖRFÁA DAGA. Smelltu hér til að skrá þig strax og upplifa breytingar eins og hjá hundruði kvenna