Lífsreynslusögur Vikunnar
Lífsreynslusögur Vikunnar - A podcast by Birtingur Utgafufelag

Categories:
Í þessum þætti fáum við að heyra eftirfarandi frásagnir: -Sannleikurinn breytti lífi mínu: Æska mín var erfið en á unglingsárunum kynntist ég konu sem átti eftir að breyta lífi mínu og fjölskyldu minnar mjög til góðs. -Forboðnar ástir: Maðurinn minn hélt fram hjá mér og þegar ég ákvað að fyrirgefa honum og taka saman við hann aftur varð allt vitlaust í fjölskyldu minni sem vildi að ég segði endanlega skilið við hann. Ég mun aldrei sjá eftir því að gefa honum annað tækifæri þótt hann hafi ekki átt það skilið. -Óheiðarleg tengdadóttir: Elsti sonur minn varð faðir ungur að árum, eða um tvítugt. Ég hef alla tíð verið í góðu sambandi við barnsmóður hans og lengi vel skildist mér á henni að hann sýndi henni lítinn stuðning. -Ástin – taka tvö: Ég elskaði manninn minn heitt og hélt að við yrðum saman alla tíð, í gegnum súrt og sætt, sorgir og gleði. Á erfiðum tíma í lífi okkar brást hann og ég var svo sár að ég ætlaði aldrei að bindast öðrum manni ástarböndum. -Dýrt góðverk: Þegar amma var unglingur upplifði hún mikinn samhug og hjálpsemi fólksins í sveitinni þegar erfiðleikar komu upp á einum bænum. Hún sá einnig að fólk sem hún hélt að væri nánast algott var það sannarlega ekki, heldur sýndi það á sér afar ljóta hlið. Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.