Lífsreynslusögur Vikunnar
Lífsreynslusögur Vikunnar - A podcast by Birtingur Utgafufelag

Categories:
Í þessum þætti fáum við að heyra eftirfarandi frásagnir:-„Aldrei skal ég gleyma þér“: Fyrir tæpum tuttugu árum kynntist ég manni sem ég kolféll fyrir. Samband okkar var afar gott til að byrja með en með tímanum fór hann að sýna á sér nýja og verri hlið. Ég átti þó aldrei von á því sem gerðist um verslunarmannahelgina, fjórum árum seinna. -Óskiljanlegt hatur: Fyrir rúmum áratug kom ung kona inn í fjölskyldu mína. Hún giftist systursyni mínum en fljótlega varð ljóst að stúlkan tortryggði okkur öll og hataði. Allt þar til hjónabandi hennar lauk með miklum látum olli hún skaða í fjölskyldu okkar og enn reynir hún að skapa vandræði hvenær sem hún getur.-Næturdrottningin: Fyrir mörgum árum átti ég kærasta sem ég kynntist að hausti til, skömmu áður en mikill annavetur fór í hönd hjá mér. Ég gisti flestar nætur heima hjá honum og vann síðan allan daginn í annarri vinnunni minni og langt fram á kvöld í hinni. Þrátt fyrir annirnar gekk sambandið vel en um vorið gerðist atburður sem breytti öllu. -Skelfileg reynsla: Fyrir nokkrum árum fór ég með vinkonum mínum í sólarlandaferð. Við vorum allar einhleypar og höfðum safnað fyrir ferðinni. Ætlunin var að dvelja í viku og skemmta sér konunglega. Þriðja kvöldið okkar úti varð ég fyrir skelfilegri reynslu sem tók mig langan tíma að jafna mig á. -Erfið vinátta: Ég og Emma kynntumst í sex ára bekk og urðum strax vinkonur. Þrjátíu árum seinna áttaði ég mig hins vegar á að vináttan var einhliða því Emma naut góðs af mér en gaf lítið eða ekkert til baka. Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.