#11 Páll Jakob Líndal - Umhverfissálfræði og sálfræðileg endurheimt (e.psychological restoration)
Líkami.is hlaðvarp - A podcast by Líkami.is - Hlaðvarp
Eftir langa pásu frá hlaðvarpsupptökum þá hef ég ákveðið að koma því aftur inn. En í þessum þætti fékk ég þann heiður að spjalla við Pál Jakob Líndal sem er doktor í umhverfissálfræði frá háskólanum í Sydney. Páll hefur talað ötullega fyrir því hvaða áhrif umhverfið eins og þétting byggðar t.a.m. á heilsu og vellíðan og einnig hvaða áhrif við höfum á umhverfið, hann talar einnig virkt um sálfræðilega endurheimt (e.psychological restoration). Páll er kennari í HÍ við umhverfissálfræði, sinnir ráðgjöf á þessu sviði sem og er að vinna að rannsóknum. Mig langaði til þess að spyrja hann nánar út í þetta viðfangsefni svo maður sé einhverju nær. Þetta er eitt af því sem má taka inn í þá flóru sem kemur til með að hafa áhrif á okkar heilsu og ákvarðanatökur okkar, því ég er sannfærður um það að þetta viðfangsefni hefur meiri áhrif á okkur en við stundum höldum frá frá degi til dags, allt telur! Ég mæli virkilega með því að leggja við hlustir svo þið séuð einhverju nær svo þið getið bætt þessu við sarpinn