Alzheimer samtökin, ofbeldi nemenda
Mannlegi þátturinn - A podcast by RÚV

Categories:
Alzheimersamtökin hafa um árabil veitt ráðgjöf til fólks með heilabilun og aðstandenda þeirra en ekki haft heilt stöðugildi fyrr en nú til að sinna upplýsinga- og ráðgjafaþjónustu. Ásta Kristín Guðmundsdóttir, félagsráðgjafi og verkefnastjóri upplýsinga- og ráðgjafaþjónustu Alzheimersamtakanna kom í þáttinn í dag og sagði okkur frá starfsemi samtakanna og þessu nýja stöðugildi í upplýsinga- og ráðgjafaþjónustu, og þau þrjú stöðugildi sem koma víðs vegar um landið í framhaldinu. Hún benti til dæmis á upplýsingar sem hægt er að finna inn á Ísland.is, á forsíðunni undir „Að eldast“ og svo heimasíðu Alzheimersamtakanna alzheimer.is, netfangið [email protected] og símanúmerið 520-1082. Mikil aukning hefur verið á ofbeldi nemenda og alvarlegum birtingarmyndum þess, samhliða ákveðnu úrræðaleysi. Starfsfólk skóla upplifir sig stundum óöruggt og vonlítið í krefjandi aðstæðum með nemendum og mikilvægt er að ofbeldi innan veggja skólans sé tekið föstum tökum. Sérstakt námskeið sem ber yfirskriftina Ofbeldi nemenda og hegðunarvandi er í boði hjá Endurmenntun háskóla Íslands, uppselt er á námskeiðið og biðlisti. Við ræddum í dag við Soffíu Ámundadóttur, grunnskólakennara og leikskólakennara, en hún hefur starfaði á síðasta áratug í Brúarskóla, sem er sérskóli fyrir nemendur með tilfinninga- og hegðunarvanda. Tónlist í þættinum í dag: Ást er æði / Björgvin Halldórsson og Ragnheiður Gröndal (Sam Brooker & Ruby Amanfu og texti eftir Kristinn G. Bjarnason) Upp á rönd / Hjálmar og GDRN (Guðrún Ýr Eyfjörð Jóhannesdóttir og Sigurður Halldór Guðmundsson) Harvest Moon / Neil Young (Neil Young) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR