Breytingaskeiðið og meðfæddir ónæmisgallar
Mannlegi þátturinn - A podcast by RÚV

Categories:
Í gær var alþjóðlegur dagur breytingaskeiðsins og bók ársins 2023 í Bretlandi er bókin Breytingaskeiðið jákvæður leiðarvísir að nýju upphafi. Höfundarnir eru þær Davina McCall og Naomi Potter. Davina er þekkt bresk sjónvarpskona og eldheit talskona aukinnar þjónustu fyrir konur á breytingaskeiðinu. Hún hefur gert tvo sjónvarpsþætti um þetta umfjöllunarefni: Sex, Myths and the Menopause og Sex, Mind and the Menopause. Naomi er með tæplega tveggja áratuga reynslu sem læknir innan breska heilbrigðiskerfisins. Við fengum Halldóru Skúladóttur sjúkraliði í þáttinn í dag, en hún hefur verið ötul talskona allra málefna sem tengjast breytingaskeiðinu hérlendis og hún heldur úti fræðsluvefnum kvennarad.is. Hún er meðlimur í samfélagi heilbrigðisstarfsfólks á heimsvísu sem vinnur að því að bæta heilsu kvenna á breytingaskeiðinu. Lind, félag fólks með meðfædda ónæmisgalla / mótefnaskort, stendur fyrir fræðslufundi í dag kl.16:30 á Grand Hótel. Þar verður verða flutt erindi m.a. um helstu skilgreiningar ónæmisgalla og meðferðarúrræði, um það að lifa með ónæmisgalla, kynning á starfsemi ónæmisfræðigöngudeildar, pallborðsumræður og fleira. Þær Guðlaug María Bjarnadóttir, formaður Lindar, og Sólrún Melkorka Maggadóttir læknir fræddu okkur um meðfædda ónæmisgalla, félagið og frá því sem verður rætt um á fundinum. Tónlist í þættinum í dag: Sunnanvindur / Örvar Kristjánsson og Hjördís Geirs (Pat Ballard og Jón Sigurðsson) Days of Roses / Thin Jim and the Castaways (Jökull Jörgensen) Take on me / AHA (Magne Furuholmen, Morten Harket & Paul Waaktaar-Savoy) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON