Doktorsrannsókn Ingu, samantekt á fjármálaspjalli og Svala lesandi vikunnar

Mannlegi þátturinn - A podcast by RÚV

Categories:

Þættir sem spá fyrir um flutning á hjúkrunarheimili og umönnunarbyrði aðstandenda, er heiti á doktorsritgerð sem Inga Valgerður Kristinsdóttir sérfræðingur í Heimahjúkrun varði í Hjúkrunarfræði við Hjúkrunar og ljósmóðurfræðideild Háskóla Íslands, fyrir 2 vikum. Doktorsrannsóknin hafði það að markmiði að varpa ljósi á þessa stöðu til að greina hvernig mætti þróa heimaþjónustu til að bregðast betur við þessum þörfum og styðja við eldra fólk til áframhaldandi búsetu á eigin heimili. Einnig er staðan hér á landi borin saman við nokkur lönd í Evrópu og niðurstaðan úr þeim samanburði er áhugaverð. Inga sagði okkur betur frá þessu í þættinum. Í dag kom Georg Lúðvíksson til okkar í síðasta sinn í bili í það sem við höfum kallað fjármálin á mannamáli. Því leit hann yfir farinn veg með okkur í dag og fór aðeins aftur yfir það helsta sem hann hefur talað um síðastliðna mánudaga: sparnað, lífeyrissjóðsmálin, lánaumhverfið, vextina og fleira. Sem sagt samantekt á mannamáli með Georgi í dag. Svo var það lesandi vikunnar, sem var í þetta sinn Svala Ísfeld Ólafsdóttir, dósent við lagadeild HR. Hún sagði okkur frá því hvað hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. Svala talaði um eftirfarandi bækur og höfunda: Rokið í stofunni e. Guðrúnu Jónínu Magnúsdóttur Álfadalur e. Guðrúnu Jónínu Magnúsdóttur A Very Private School e. Charles Spencer Býr Íslendingu hér? e. Garðar Sverrisson Hin hljóðu tár, ævisaga Ástu Sigurbrandsdóttur e. Sigurbjörgu Árnadóttur Lífsstríðið, æviferð Margrétar Þórðardóttur e. Eirík Jónsson Tónlist í þættinum í dag: Velkomin heim / Haraldur Reynisson (Haraldur Reynisson) Let It Be Me / The Everly Brothers (Mann Curtis, Pierre Delanoe) It’s Only a Paper Moon / Perry Como (Billy Rose, Harlod Arlen & Yip Harburg) UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON