Gleym mér ei, Tjarnarbíó og veðurtungl

Mannlegi þátturinn - A podcast by RÚV

Categories:

Við kynntum okkur starfsemi Gleymmérei styrktarfélags sem er til staðar fyrir þau sem verða fyrir missi á meðgöngu og í eða eftir fæðingu. Félagið er á sínu tíunda starfsári og framundan eru til dæmis samverustundir í Sorgarmiðstöðinni annan hvern fimmtudag nú í haust. Þær Ingunn Sif Höskuldsdóttir, stjórnarformaður Gleymmérei og Hólmfríður Anna Baldursdóttir, sem situr í stjórn félagsins, komu í þáttinn í dag og fræddu okkur um starfsemina, samverustundirnar og árlega minningarstund sem verður haldin 15.október. Við héldum áfram í dag að fara yfir leikveturinn sem er að hefjast. Í þetta sinn kom til okkar Sara Martí Guðmundsdóttir leikhússtjóri í Tjarnarbíói. Hún sagði okkur frá því hvað verður á döfinni í Tjarnarbíói í vetur, þar sem frjálsu leik- og sviðlistahóparnir hafa blómstrað. Og svo að lokum heyrðum við í Elínu Björk Jónasdóttur veðurfræðingi sem í dag var stödd í Malmö í Svíþjóð en þar þinga veðurfræðingar víðs vegar úr heiminum. Þar er til dæmis verið að skoða það nýjasta í veðurtunglum og hvernig þau nýtast veðurfræðingum. Tónlist í þættinum Pólstjarnan / Vilhjálmur Vilhjálmsson (Ágúst Pétursson og Kristján frá Djúpalæk) Gong-oh / Paolo Conte (Paolo Conte) Che cossè l'amor / Vinicio Caposella (Vinicio Caposella) Láttu mig gleyma / Stuðmenn (Egill Ólafsson, Jakob Frímann Magnússon og Þórður Árnason) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON