Jólaminningar Jónu Hrannar, Berlín Þrastar og póstkort

Mannlegi þátturinn - A podcast by RÚV

Categories:

Við höfum verið með gesti hjá okkur í desember sem rifja upp áhugaverðar jólaminningar og sögur tengdar jólunum. Í dag var það séra Jóna Hrönn Bolladóttir sem kom í þáttinn og rifjaði upp með okkur jólin, en hennar jól eru auðvitað sérstök að því leyti að hún hefur alla ævi verið á prestsheimili og það litar auðvitað hátíðirnar mikið. Hún rifjaði upp afrek móður sinnar, sem hélt um alla strengi í skipulagi, matreiðslu og í raun öllu sem snéri að jólahaldi fjölskyldunnar. Þröstur Ólafsson lærði hagfræði í Berlín snemma á sjöunda áratugnum, þegar múrinn var nýreistur og spennan milli austurs og vesturs í algleymingi. Enn var skuggi yfir þýsku þjóðinni eftir Seinni heimstyrjöldina og framundan voru uppreisnarár æskunnar með ?68 kynslóðina í fararbroddi. Þetta voru merkilegir tímar sem eðlilega höfðu mikil áhrif á Þröst sem átti svo eftir að eiga langan starfsferil á sviði menningar, verslunar og stjórnmála. Við fengum Þröst til að segja okkur frá tímanum í Berlín, ferðum yfir til austurhluta borgarinnar og fleiru markverðu sem hann skrifar um í nýútkominn bók sinni Horfinn heimur ? Minningaglefsur. Við fengum svo póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni í dag. Magnús hefur verið í einum átta mismunandi löndum um jól. Hann segir frá mismunandi jólum erlendis og ber soldið saman við jólahaldið hér. Í framhaldinu talar hann um leitina að æskulindinni, lífselexírnum, leit sem hefur staðið í þúsaldaraðir en aldrei eins vísindalega og tæknilega og nú. Í lokin fjallaði Magnús aðeins um jólamúsík og jólatexta. Tónlist í þættinum í dag: Jingle Bell / Haukur Morthens með hljómsveitum Björns R. Einarssonar og Gunnars Ormslev, hljóðritað 1951 (James Lord Pierpont) Jólastjarnan / Sigurður Guðmundsson (erlent lag, texti Bragi Valdimar Skúlason) Jólin með þér / Ragnheiður Gröndal (Ragnheiður Gröndal) Desember / SamSam, Hólmfríður og Gréta Mjöll Samúelsdætur (Hólmfríður Ósk Samúelsdóttir) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR