Jólaminningar Villa og Kára og Þríburar
Mannlegi þátturinn - A podcast by RÚV

Categories:
Við fengum í dag jóla- og áramótaminningar frá þeim bræðrum Vilhelmi Antoni og Kára Jónssonum. Þeir voru saman í hljómsveitinni 200 þúsund naglbítum og hafa þar að auki brallað ýmislegt saman í gegnum tíðina, til dæmis í sjónvarpinu. Við fengum skemmtilegar sögur af jólagjöfum, vonbrigðum, jólum í Skotlandi, áramótum, tilraunum með flugelda, misgóðar matarminningar og margt fleira í skemmtilegu spjalli við þá bræður. Heimildarmyndin Þríburar verður sýnd hér á RÚV á Nýárskvöld. Í henni er meðal annars fylgst með lítilli fjölskyldu sem á von á þríburum, fyrir eru þau þrjú, foreldrarnir og rúmlega ársgamall drengur. Við fáum að vera fluga á vegg í lífi fjölskyldunnar sem tekst á við margvíslegar áskoranir og fær óvæntan bónusglaðning í miðri á. Í myndinni er líka skyggnst inn í líf þríbura á öllum aldri og því velt fyrir sér hvernig sé að alast upp sem þríburi. Ragnhildur Steinunn, sem stendur að myndinni ásamt Eiríki Inga Böðvarssyni, kom í þáttinn í dag. Tónlist í þættinum í dag: Í fjarska loga lítil ljós/200.000 naglbítar (200.000 naglbítar, texti Vilhelm Anton Jónsson) Walking in the Air / Peter Auty (Howard Blake) Lítill Fugl / Elly Vilhjálms (Sigfús Halldórsson og Örn Arnarsson) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR