Lífið er kynlíf, vinkill frá Guðjóni og Natasha S lesandinn
Mannlegi þátturinn - A podcast by RÚV

Categories:
Lífið er kynlíf er heiti á bók sem kom út í ágúst og er handbók kynfræðings um langtímasambönd. Áslaug Kristjánsdóttir kynfræðingur og hjúkrunarfræðingur segir að erfiðleikar í kynlífinu geta orðið banabiti sambanda sem að öðru leyti eru farsæl og hamingjurík. Hún segir að þessir erfiðleikar stafa hins vegar alltof oft af þekkingarleysi. Á undanförnum árum og áratugum hafa rannsóknir og meðferðareynsla kynfræðinga leitt fram aðferðir og ráð sem nýtast öllum við að koma kynlífinu í betra lag. Áslaug kom í þáttinn í dag. Við fengum vinkil frá Guðjóni Helga Ólafssyni í dag og í þetta sinn lagði Guðjón vinkilinn við ferðalög og góðan félagsskap. Lesandi vikunnar í þetta sinn var Natasha S. rithöfundur og þýðandi. Hún hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar fyrir fyrstu bók sína, Máltaka á stríðstímum. Við fengum að heyra hvaða bækur hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. Natasha talaði um eftirfarandi bækur: Chernobyl bænin e. Svetlana Aleksievits Horsesoup e. Vladimir Sorokin Wound e. Oksana Vasyakina Eden e. Auði Övu Ólafsdóttur Tónlist í þættinum Saga farmannsins / Óðinn Valdimarsson (Marty Robbins og Jón Sigurðsson) Haustkvöld í skógi / Gísli Magnason (Steingrímur M. Sigfússon) Sveitapiltsins draumur / Hljómar (John Philips, Michelle Gilliam og Ómar Ragnarsson) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON