Ólöf Kolbrún föstudagsgestur og sítrónumatarspjall
Mannlegi þátturinn - A podcast by RÚV

Categories:
Ólöf Kolbrún Harðardóttir óperusöngkona og skólastjóri Söngskólans í Reykjavík hefur átt langan og farsælan feril. Hún lærði söng bæði hér heima og í Austurríki og eftir námið hóf hún kennslu ásamt því að koma víða fram og syngja inn á plötur. Ólöf Kolbrún er einn af brautryðjendum innan íslenska tónlistarheimsins, hún var meðal annars í hópi þeirra sem kom að stofnun Íslensku óperunnar og hefur um árabil kennt við Söngskólann í Reykjavík þar sem hún gegnir nú starfi skólastjóra, en skólinn heldur upp á 50 ára afmæli sitt í Langholtskirkju á sunnudaginn. Ólöf Kolbrún var föstudagsgestur Mannlega þáttarins í dag. Sigurlaug Margrét Jónasdóttir kom svo í matarspjallið í dag. Í þetta sinn vorum við á marakóskum slóðum og þar munu meðal annars maríneraðar sítrónur komu við sögu. Tónlist í þættinum Rock Calypso í réttunum / Haukur Morthens (Fischer og Jón Sigurðsson) Ég veit / Eivör Pálsdóttir (Eivör Pálsdóttir) Íslands lag (Heyrið vella á heiðum hveri) / Garðar Cortes og Kór Langholtskirkju (Björgvin Guðmundsson og Grímur Thomsen) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GÍGJA HÓLMGEIRSDÓTTIR