Þórhildur Örvarsd. föstudagsgestur, matarspjall um bixímat

Mannlegi þátturinn - A podcast by RÚV

Categories:

Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var söngkonan Þórhildur Örvarsdóttir. Þórhildur er fædd og uppalin á Akureyri og hóf snemma feril sinn sem söngkona enda sannarlega fædd inn í mikla tónlistarfjölskyldu. Á ferlinum hefur hún tekist á við ólíka stíla í tónlistinni, til dæmis óperur og söngleiki, heimstónlist, popp, jazz og kvikmyndatónlist. Þórhildur hefur í mörg ár kennt söng og raddþjálfun víða. Þórhildur sagði okkur betur frá sjálfri sér, æskunni á Akureyri, námsárum í Reykjavík, Danmörku og nú síðast í Skotlandi og svo fengum við að vita hvað hún er að fást við þessa dagana. Svo var það auðvitað matarspjallið með Sigurlaugu Margréti, en í spjallinu í dag tókum við fyrir svokallaðan bíxímat, sem er matur sem fólk hefur mjög misjafnar skoðanir á. Tónlist í þættinum í dag: California / Joni Mitchell (Joni Mitchell) Syngur lóa / Torrek (þjóðlag) Willie Stewart/Molly Rankin / Eddi Reader (af plötunni The Songs of Robert Burns) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GÍGJA HÓLMGEIRSDÓTTIR