Hara systur föstudagsgestir og ítalskt matarspjall

Mannlegi þátturinn - A podcast by RÚV - Fridays

Categories:

HARA systur frá Hveragerði komu sáu og næstum því sigrðu X Factor keppnina árið 2007. Þær lentu í öðru sæti eftir spennandi einvígi við Jogvan Hansen, sem þær höfðu reyndar nokkrum mánuðum áður skráð til leiks ásamt sér. Systurnar urðu á skömmum tíma gríðarlega vinsælar og í kjölfarið gáfu þær út plötu og voru bókaðar út um allt land. En það hefur ekki mikið heyrst til þeirra undanfarin ár. Hvar eru þær í dag og hvað hefur á daga þeirra drifið? Við tókum vel á móti Hara systrum, Rakel og Hildi Magnúsdætrum í dag og fórum með þeim yfir þessa miklu reynslu sem keppnin var, æskuárin í Hveragerði, aðdraganda þess að þær skráðu sig í keppnina sem breytti lífi þeirra, skuggahliðar þess að slá í gegn svona snögglega og svo hvað þær hafa verið að gera undanfarið. Matarspjallið var svo á sínum stað og í dag var ítalskt þema þar sem leikkonan Sophia Lauren var í aðalhlutverki, en Sigurlaug Margrét keypti matreiðslubók fyrir 15 árum þar sem Sophia deilir uppskriftum sínum og sögum á bak við þær og okkur skilst að Sigurlaug hafi prófað að matreiða hverja einustu þeirra. Tónlist í þættinum í dag: Við saman / Hljómar (Gunnar Þórðarson og Þorsteinn Eggertsson) Hvernig veit ég? / Hara systur (Hildur Magnúsdóttir og texti Rakel Magnúsdóttir) Framtíðin / Hara systur (Pernille Rosendahl, Jonas Struck, Emil Jörgensen og texti Rakel Magnúsdóttir og Hildur Magnúsdóttir) UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR