#33 Síðasta sjoppuferðin
Podkastalinn - A podcast by Podkastalinn
Categories:
Podkastalamenn eru mættir feitir og endurnærðir eftir gott frí. Hvern hefði grunað að það yrði annað season? Eflaust öllum sem hlusta reglulega á þáttinn. Podkastalinn dembir sér beint í djúpu laugina eða öllu heldur á djúpa vefinn og Arnar reynir að komast að því hvað það kostar að drepa Gauta. Sú upphæð er eflaust ódýrari en að vera með skemmtipakka í áskrift frá Stöð 2. Afhverju eru menn alltaf að hverfa? Eru þetta dularfull sakamál eða bara þetta klassíska „ég hata fjölskylduna mína og það hlýtur að vera betra líf í boði“. Rannsóknarblaðamennirnir í Podkastalanum kafa í málin.