Föstudagskaffið: Ásgeir hvetur fyrstu kaupendur til að rotta sig saman við íbúðarkaup
Pyngjan - A podcast by Pyngjan - Fridays
Sendu okkur skilaboð!Föstudagskaffið þennan morguninn er stútfullt af fréttum, drama og tuði. Arnar efast um skoðanir tveggja virtustu hagfræðinga landsins og tuðar yfir hagstjórn Seðlabankans sem fyrr. Ingvi leiðir okkur í gegnum shrinkflation, sem hann sjálfur kallar samdráttarbólgu, en þýði hver fyrir sig. Einnig bregður fyrir fjaðrafoki í danska kvikmyndaiðnaðinum og drama í rafmyntasamfélaginu hérlendis svo þið sjáið að það er á nægu að taka. Góða helgi!