Rauða borðið 10. apríl: Staða ríkisstjórnarinnar, hagstjórn, umtöluð sjónvarpsþáttaröð, rafrettur, ópíóðar og transfréttir

Rauða borðið - A podcast by Gunnar Smári Egilsson

Fimmtudagur 10. apríl Staða ríkisstjórnarinnar, hagstjórn, umtöluð sjónvarpsþáttaröð, rafrettur, ópíóðar og transfréttir Við hefjum leik við Rauða borðið á viðtali við Ólaf Þ. Harðarson prófessor emeritus í stjórnmálafræði. Hann ræðir meðal annars viðtal Samstöðvarinnar við Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra, þingmál, pólitík innan lands og utan og málþófið séríslenska sem hann kallar mikinn ósið. Indriði H. Þorláksson fyrrum skattstjóri ræðir við Gunnar Smára Egilsson um ýmis mál er varða embættisverk Bandaríkjaforseta, tollamál og annað sem hefur áhrif á efnahag allra ríkja heims. Lára G. Sigurðardóttir læknir og doktor í lýðheilsufræðum segir að flest bendi til að rafsígarettureykingar hafi langvinnar heilsufarsleg áhrif á lungu, hjarta og heila. Hún ræðir við Maríu Lilju um hvað sé til ráða og þá þekktu staðreynd meðal nikótínfíkla að með tilkomu rafrettna hefur neysla nikótíns aukist. Við fjöllum líka um ópíóða. Svala Ragnheiðar og Jóhannesardóttir frá frú Ragnheiður kemur og ræðir við Maríu Lilju. Lyf að nafninu Otazene hefur gert vart við sig á svörtum markaði hér á landi. Þetta eru tilbúnir ópíóðar og geta reynst banvænir. Efnt var til flýtifundar hjá heilbrigðisyfirvöldum vegna málsins. Oddný Eir Ævarsdóttir flytur okkur það sem hún nefnir trans-fréttir. Arna Magnea Danks kemur og þær ræða wok- og anti-wók fársins sem nú geysar. Segja má að umræðan hafi hafist við Rauða borðið á Samstöðinni síðastliðinn sunnudag. Við ljúkum þætti dagsins á umræðu um sjónvarpsþáttaröðina Adolesence. Viðar Halldórsson prófessor í félagsfræði spjallar við Björn Þorláks um dægurmenningu og samfélagið. Var rétt ákvörðun hjá landlækni að leggjast gegn því að börn sæju þáttaröðina í skólum?