Rauða borðið 15. maí Trump, Vesturbugt, kvíði, Starmer, skoðanakúgun og kynjaþing

Rauða borðið - A podcast by Gunnar Smári Egilsson

Fimmtudagur 15. maí Trump, Vesturbugt, kvíði, Starmer, skoðanakúgun og kynjaþing Eiríkur Bergmann prófessor ræðir áhrif Trump á stjórnmálin utan Bandaríkjanna við Gunnar Smára. Gunnar Smári ræðir hverfið sem byggja á vestan við Slippinn við Reykjavíkurhöfn við Ástu Olgu Magnúsdóttur, íbúa á svæðinu og verkefnastjóra, Egil Sæbjörnsson, myndlistarmann og aðgerðasinna í byggingarlist og Pál Jakob Líndal, doktor í umhverfissálfræði og stofnanda Envalys. Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi og rithöfundur ræðir við Oddnýju Eir um nýútkomna bók sína ,,Ég er ekki fullkominn” þar sem hann fjallar á persónulegan og skemmtilegan hátt um viðureign sína við kvíða. Gunnar Smári slær á þráðinn til Guðmundar Auðunssonar hagfræðings í London og ræðir við hann um stöðuna í breskum stjórnmálum, ekki síst hraðleið Verkamannaflokks Keir Starmer til hægri. Allt snýst um tengsl og klíkur á Íslandi er kemur að störfum og tækifærum segir nemi í félagsráðgjöf og ljósmyndari, Sigga Svanborgardóttir, sem býr í Danmörku. Björn Þorláks ræðir við hana. Oddný Eir ræðir við Auði Önnu Magnúsdóttur, framkvæmdastýru Kvenréttindafélags Íslands, um nýliðið kynjaþing, norræna kvennasamstöðu og stöðuna á kvennasamstöðunni.