Rauða borðið 30. apríl: Njósnir, reynsluboltar, Stormur, Húsavíkurradíó og múslimahatur

Rauða borðið - A podcast by Gunnar Smári Egilsson

Miðvikudagur 30. apríl Njósnir, reynsluboltar, Stormur, Húsavíkurradíó og múslimahatur Vilhjálmur Bjarnason ræðir við Sigurjón M. um mál málanna þennan miðvikudaginn, afhjúpun Kveiks en Vilhjálmur er einn þeirra sem voru óafvitandi um nokkurt skeið undir vökulu auga njósateymis á vegum Björgólfs Thors. Reynsluboltar Sigurjóns M. að þessu sinni eru þau Þórunn Sigurðardóttir, Margrét Saunders, og Páll Magnússon. Þau ræða hitamálin í samfélaginu, útgerðina og margt fleira. Una Torfa og Unnur Ösp Stefánsdóttir sömdu söngleikinn Storm sem Þjóðleikhúsið sýnir. Gunnar Smári og Sóley Lóa Smáradóttir ræða við þær um sýninguna, en ekki ungu kynslóðina sem verkið fjallar um. Aðalsteinn Árni Baldursson verkalýðsforingi á Húsavík ræðir við Björn Þorláks á zoom um stöðu atvinnumála, verkalýðshátíðina á morgun og fleira. Hjónin Mahdya Malik og Mansoor Malik mæta til Maríu Lilju og halda áfram samtalinu um útlendingaandúð og aukna hatursorðræðu í garð múslima eftir mikla dreifingu falsfréttar af kynferðisbroti á dögunum.