Bjartmar í 70 ár

Rokkland - A podcast by RÚV

Categories:

Bjartmar Guðlaugsson verður sjötugur á morgun og af því tilefni heldur hann afmælistónleika núna næsta laugardagskvöld, 18. Júní, með hljómsveitinni sinni Bergrisunum sem er mikið rokkband. Bjartmar fæddist 13. júní 1952 á Fáskrúðsfirði en þegar hann var 7 ára flutti fjölskyldan til Vestmannaeyja og bjó hann þar til tvítugs en þá flutti hann til Reykjavíkur. Bjartmar hóf feril sinn sem laga- og textahöfundur árið 1977, ætlaði alltaf að verða myndlistarmaður en svo bara gerðist eitt og annað og tónlistin tók yfir, og Bjartmar er miklu þekktari sem tónlistarmaður en myndlistarmaður. Bjartmar er gestur Rokklands í dag.