Maus í 30 ár

Rokkland - A podcast by RÚV

Categories:

Fimmtudaginn 19. október fagnar hljómsveitin Maus 30 ára afmæli sínu með tónleikum í Gamla bíó. Hljómsveitin var stofnuð í Árbænum í apríl árið 1993 og spilaði sína fyrstu tónleika þá um sumarið. Árið eftir sigraði Maus í Músíktilraunum og gaf út sína fyrstu plötu þann vetur. Á næstu 12 árum kom fjórar aðrar plötur sem hafa að geyma mörg lög sem síðan hafa verið spiluð reglulega á sumum útvarpsstöðvum landsins. 2004 lagðist hljómsveitin í dvala og síðasta áratuginn hefur Maus komið einstaka sinum saman til að spila, fagna vinskap og höfundarverki hópsins, helst í kringum endurútgáfur platna þeirra á vínyl. Birgir Örn Steinarsson söngvari, gítarleikari og textahöfundur Maus er gestur Rokklands að þessu sinni. Við heyrum líka í nokkrum þeirra sem spila á Iceland Airwaves í byrjun nóvember.