#3 Hvernig kaupir maður fyrirtæki? - Árni Jón Pálsson

Ræðum það... - A podcast by Hlaðvarp Góðra samskipta - Ræðum það

Categories:

Í þessum þætti af Ræðum það... er rætt við Árna Jón Pálsson, fjárfestingastjóra og einn stofnenda Alfa Framtak. Árni Jón hefur starfað í átta ár á fjármálamarkaði og hefur á þeim tíma gegnt ýmsum stjórnarstörfum, þar á meðal hjá skráða félaginu Heimavöllum. Árni er þekktur fyrir að vera gríðarlega metnaðargjarn og er jafnan kallaður „Vélin“ af samstarfsfólki sínu enda einn af þeim sem virðist hafa fleiri klukkustundir í sólarhringnum. Ræðum það er hlaðvarp Góðra samskipta, sérhæfðs ráðgjafafyrirtækis á sviði almennatengsla, stefnu og stjórnendaleitar. Við ræðum við fólk sem okkur finnst áhugavert og er að gera spennandi hluti. Stef: Ræðum það – Dire & Nolem