Framtíð kræklingaræktar, kynhlutlaust mál og Sigfús Sigurhjartarson
Samfélagið - A podcast by RÚV

Categories:
Fyrir rúmum áratug var stunduð umfangsmikil bláskeljarækt á Íslandi - síðan hrundi þessi grein - og það sem meira er þörungar sem framleiða taugaeitur hafa gert krækling hættulegan til neyslu. Á greinin sér viðreisnar von? Og hvað er hægt að gera í þessum eiturþörungum? Sara Harðardóttir þörunga- og erfðafræðingur hjá Hafrannsóknastofnun stýrir nú stórri rannsókn á öryggi og hagkvæmni í bláskeljarækt, rannsóknin hefur hlotið tugmilljóna styrki úr ýmsum áttum. Sara ræðir við okkur um framtíð kræklingaræktar á Íslandi. Og síðan ætlum við að huga að framtíð íslenskunnar, þá sérstaklega framtíð kynhlutlausrar Íslensku. Sumir láta kynhlutleysi í íslensku máli fara í taugarnar á sér, aðrir telja það verðugt verkefni að draga úr karllægni tungumálsins. Eiríkur Rögnvaldsson kemur við og spjallar um kynhlutlaust mál og framtíð íslenskunnar. Við förum svo í heimsókn á Þjóðskjalasafnið í lok þáttar og kynnumst þar brotum úr sögu Sigfúsar Sighjartarsonar, alþingismanns, sem lést um miðbik síðustu aldar. Tónlist frá útsendingarlogg 2025-03-31 Lucy Dacus - It's Too Late. KARKWA - Marie tu pleures