Fræhvelfingin á Svalbarða, dularfullir djúpsjávarháfar og vísindaspjall

Samfélagið - A podcast by RÚV

Categories:

Nýverið var greint frá því að 14 þúsund fræsýnum hefði verið lögð inn í Alþjóðlegu fræhvelfinguna á Svalbarða - dómsdagshvelfinguna eins og hún er stundum kölluð. Árni Bragason fyrrverandi landgræðslustjóri var forstjóri Nordgen, Norrænu erfðaauðlindastofnunarinnar, um árabil, hann kemur til okkar í Samfélagið og við forvitnumst um fræhvelfinguna og starfsemi hennar. Vísindamenn á Hafrannsóknastofnun birtu nýlega fræðigrein í tengslum við rannsóknir sínar á 11 djúpsjávarháfum við Ísland. Þetta eru ævafornar skepnur sem halda til á yfir þúsund metra dýpi í lítt könnuðum vistkerfum og sumar tegundanna á válista. Við ræddum við tvo af höfundum greinarinnar, sjávarlíffræðingana Jón Sólmundsson og Klöru Jakobsdóttur, um þessa dularfullu fiska en auk þeirra kom sjávarvistfræðingurinn Hildur Pétursdóttir að rannsókninni (https://onlinelibrary.wiley.com/doi/10.1111/maec.12854). Vísindaspjallið með Eddu Olgudóttur á sínum stað i lok þáttar. Edda fjallar um hvernig lungu þroskast.