Hvar eru bækurnar frá May Morris, Söfn og hamfarir, Fárviðrið 1981

Samfélagið - A podcast by RÚV

Categories:

Risastór bókagjöf enskrar merkiskonu, May Morris, virðist hafa horfið sporlaust - utan einnar bókar sem Brynjar Karl Óttarsson, sögukennari við Menntaskólann á Akureyri er nokkuð viss um að hafi tilheyrt henni. Hann rannsakar gamlar bækur og skjöl í kjallara Amtsbókasafnsins á Akureyri og hirslum Menntaskólans - og tímafrek yfirlegan hefur skilað nokkrum forvitnilegum uppgötvunum. Við ræðum við Brynjar Karl. Í síðustu viku gekk aftakaveður yfir landið, veður sem kallaði á alls kyns ráðstafanir, meðal annars í innbænum á Akureyri. Á fimmtudaginn var óð ég yfir stórfljót til að hitta Rögnu Gestsdóttur, starfsmann Minjasafns Akureyrar í iðnaðarsafninu á Krókeyri, sem var nær umflotið. Nú er farið að huga í auknum mæli að áhrifum náttúruhamfara á söfn - og söfn farin að gera ýmsar viðbragðsáætlanir og meta áhættu ekki síst eftir að Tækniminjasafn Austurlands eyðilagðist í skriðuföllum á Seyðisfirði árið 2020. Og við höldum okkur við veðurofsann því Helga Lára Þorsteinsdóttir, safnstjóri Rúv, ætlar að rifja upp Fárviðrið svokallaða sem gekk yfir höfuðborgarsvæðið árið 1981. Tónlist í þættinum: Breabach - Bha Mis Raoir air an arligh. Guðmundur Pétursson Tónlistarm. - Samfélagið Millistef (úr laginu Tegund).