Líðan íslenskra ungmenna, óæskilegir kælimiðlar, eiturefni

Samfélagið - A podcast by RÚV

Categories:

Í dag fjöllum við um líðan íslenskra ungmenna, eitt af stóru málunum í samfélagsumræðunni þessi misseri. Því er stundum haldið fram að geðheilsu íslenskra ungmenna fari hrakandi, lyfjanotkun sé of mikil – og að staða þessara mála sé mjög slæm. Á morgun verður haldinn fundur undir yfirskriftinni Heilsan okkar – þar sem geðheilsa og líðan ungmenna verður til umfjöllunar. Og í dag fáum við til okkar tvo fræðimenn sem verða með erindi á þessum fundi: Urði Njarðvík prófessor við sálfræðideild HÍ og Bertrand Lót, dósent við læknadeild Háskóla Íslands, til að varpa ljósi á þessi mál. Við ætlum að fjalla um F-gös. Fyrir nokkrum árum voru ísskápar og kælikerfi full af freoni og öðrum óæskilegum kælimiðlum. Þetta eru gróðurhúsalofttegundir sem eru mörg þúsund sinnum öflugri en koldíoxíð. Alþjóðlegir samningar sem tóku á ósoneyðandi kælimiðlum skiluðu miklum árangri - og seinna var ákveðið að ráðast líka á þessa sem geta með hnatthlýnunarmætti sínum haft skelfileg áhrif á loftslagið. Hér á landi var ráðist í skattlagningu og kvóta á innflutning og segja má að ástandið í kælibransanum hafi í kjölfarið gjörbreyst. Við rifjum upp ástandið árið 2019, þegar fyrst var reynt að koma böndum á innflutninginn, leitum svara frá umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu og kíkjum upp á Járnháls og ræðum stöðuna í dag við Elís H. Sigurjónsson, tæknistjóri fyrirtækisins Kælitækni. Við fáum svo, eitraðan pistil frá Stefáni Gíslasyni, umhverfisstjórnunarfræðingi og pistlahöfundi Samfélagsins.