Rusl á hafsbotni, stéttamunur í námsvali, nýtt orgel málfar og vísindi

Samfélagið - A podcast by RÚV - Thursdays

Categories:

Leiðangrar sem farnir hafa verið á vegum Hafrannsóknastofnunar til að mynda hafsbotninn allt frá árinu 2004 hafa leitt í ljós talsvert af rusli á hafsbotninum í kringum landið. Aðallega veiðarfæri sem flest eru úr plastefnum. Petrún Sigurðardóttir líffræðingur hefur rannsakað þetta. Samhliða framþróun í menntamálum hefur meðal menntunarstig aukist töluvert, semsagt fleiri eru með háskólagráður en áður. Þrátt fyrir það er töluverður munur á menntunarstöðu ólíkra félagshópa og þau sem tilheyra hærri stéttum líklegust til að ljúka meiri menntun. VIð ætlum að ræða við Öddu Guðrúnu Gylfadóttur félagsfræðing sem rannsakaði stéttamun í námsvali á Íslandi meistararitgerð sinni í Oxford skóla. Við fræðumst um nýtt orgel í Grafarvogskirkju. Það verður vígt næsta sunnudag en söfnun hefur staðið yfir í nokkurn tíma. Svona orgel kostar nefnilega skildinginn. Svo verður málfarsmínútan á sínum stað og Edda Olgudóttir spjallar um vísindi. Að þessu sinni um hreyfingu og Parkinson sjúkdóminn.