Tollastríð og fermingar

Samfélagið - A podcast by RÚV

Categories:

Tollastríð hefur vofað yfir heimsbyggðinni síðustu vikur og mánuði, einna helst vegna ákvarðana og yfirlýsinga Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Stjórnvöld víða um heim, meðal annars hér á Íslandi, eru byrjuð að búa sig undir mögulegt tollastríð, en hvað felur það í sér? Við ráðumst að rót í dag, fáum til okkar Þórólf Matthíasson prófessor emeritus í hagfræði til að ræða tollastríð, Trump og leikjafræði. Og við fáum líka til okkar Helgu Láru Þorsteinsdóttur, safnstjóra RÚV, sem ætlar að reiða fram eitthvað áhugavert úr safni Rásar 1. Í dag heyrum við heitar umræður um fermingar sem var útvarpað í þættinum Spurt og spjallað árið 1959.