Veðurstofustjóri um veitur og veður, Hvað ef og Risaeðlur, Fyrstu götuljósin í Reykjavík

Samfélagið - A podcast by RÚV

Categories:

Við ræðum áhrif loftslagsvárinnar á ýmsa innviði, einkum vatns- og fráveitur, við Hildigunni Thorsteinsson, veðurstofustjóra. Sveitarfélög þurfa á næstu árum að ráðast í ýmsar aðgerðir vegna aukinna öfga í veðurfari - en kröfur um slíkt eru í dag af skornum skammti. Hvað ef loftsteinn hefði ekki lent á jörðinni fyrir 65 milljónum ára? Hefði líf á jörðinni verið öðruvísi í dag? Væru enn risaeðlur á vappi? Hvað ef spurningar sem þessar eru vissulega skemmtilegar, en eru þær gagnlegar? Pétur Magnússon heimsótti Arnar Pálsson erfðafræðing í Háskóla Íslands og spurði hann út í hvað ef-fræði og risaeðlur. Við förum svo í tímavél aftur til ársins 1949 - þá urðu mörg stórtíðindi í Reykjavíkurborg - meðal annars komu fyrstu umferðarljósin - sem sumir vildu reyndar kalla götuvita. Helga Lára Þorsteinsdóttir, safnstjóri RÚV, setur okkur inn í þetta og við heyrum brot úr safninu.