Spjallið: Öryggi rafbíla

Sjóvá spjallið - A podcast by Sjóvá

Categories:

Fjölbreyttir fararmátar standa nú fólki til boða. Horft er til vistvænni og hagkvæmari fararmáta og rafbílar hafa rutt sér til rúms hér á landi. Þeir henta íslenskum aðstæðum vel og eru þjóðhagslega hagkvæmir. Því ætti ekki að koma á óvart að sífellt fleiri kjósi að fá sér rafbíl. En það er að ýmsu að huga til að tryggja öryggi og rétta umgengni. Hrefna Sigurjónsdóttir, verkefnastjóri forvarna, spjallar um rafbíla við Hjalta Þór Guðmundsson, forstöðumann ökutækjatjóna.