George Kirby

Skagahraðlestin - A podcast by Björn Þór Björnsson

George Kirby hafði mikil áhrif á knattspyrnuna á Akranesi. Hann gerði Skagamenn að Íslandsmeisturum 1974, 1975 og 1977 og að bikarmeisturum 1978 og 1982. Ferli hans hjá ÍA lauk þá á sorglegan hátt þegar ÍA féll úr efstu deild árið 1990. Í þættinum kynnumst við Kirby, hverju hann breytti á Skaganum og hvers vegna hann gat ekki gert sömu hluti árið 1990 og hann gerði 1974 með Skagann. Viðmælendur þáttarins eru: Haraldur Sturlaugsson, Þröstur Stefánsson, Ingibjörg Pálmadóttir, Brandur Sigurjónsson og Haraldur Ingólfsson. Þátturinn er í boði Gamla Kaupfélagsins.