Alkóhólisminn fer ekki í manngreinarálit - Snjólfur

Skraut Bakkusar - A podcast by Óli Stefán

Categories:

Í þessum þætti fæ ég gest til mín sem hefur lifað tímana tvenna. Snjólfur Gunnlaugsson hefur barist við sjúkdóminn nánast allt sitt líf.. Hann hefur magnaða sögu að segja um það hvernig alkóhólisminn elti hann frá sveitinni fyrir austan, í skólann norður á Akureyri, á sjóinn alla leið í Hull og Grimsby og til baka aftur. Hann var á Norfirði þegar snjóflóðin mannskæðu féllu og horfði þar á þá eyðileggingu og eymd sem því fylgdi. Snjólfur fer yfir hvernig hatrið tók völdin þegar hann missti son sinn barnungan. Það er öllum holt að hlusta á Snjólf fara yfir farinn veg og heyra hvernig hann snéri sér úr harðri áfengisneyslu yfir í betra líf án vímuefna og frábæran AA félaga. Guð gefi mér æðruleysi, til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt,kjark til að breyta því sem ég get breytt, og vit til að greina þar á milli 🙏