Andleg vakning - Sr. Benjamín Hrafn

Skraut Bakkusar - A podcast by Óli Stefán

Categories:

Í dag ræði ég við sr. Benjamín Hrafn Böðvarsson sóknarprest sr. Benjamín Hrafn fer með mér yfir sína sögu ásamt því að kafa með mér í 12 spora kerfið og ræða hans skilning og hans reynslu af því. Hann segir mér frá ferðalagi æskunar inn í erfiðleika unglingsárana og yfir í þá persónu sem sr. Benjamín Hrafn er í dag. Það var órtúlega gott að hlusta á sr. Benjamín Hrafn  ræða um AA og hans tengingu við Guð því í dag starfar hann sem prestur. Það var því vel við hæfi að tengja hans sögu og reynslu við 12 spora kerfið og æðri mátt. Við tókum því seinni helming þáttarins undir okkar túlkun á 12 spora kerfið. Ég get í fullum sannleika sagt að ég lærði mikið á hans yfirferð og reynslu af 12 sporunum. Sum sporin tengdi ég betur við en önnur en eftir spjall mitt við sr. Benjamín Hrafn þá skil ég sporakerfið og mátt þess mun betur.  Sr. Benjamín Hrafn Böðvarsson er einn af oss 🙏Guð gefi mér æðruleysi, til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt,kjark til að breyta því sem ég get breytt, og vit til að greina þar á milli 🙏