Breyttur Maður - Páll Valur

Skraut Bakkusar - A podcast by Óli Stefán

Categories:

Í dag heyri ég í góðum félaga. Páll Valur Björnsson á  sögu sem byrjar á  Vopnafirði þar sem hann ólst upp. Hann fer yfir uppvaxtarárin með mér og hvernig hann kynntist áfengi ungur að aldri. Bakkus konungur fylgdi Páli í gegnum erfið ár og Bakkus hlífði honum alls ekki. Hvort sem það var verbúðarlíf, sjómennska eða fótbolti þá var áfengið ekki langt undan. Smá saman tók sjúkdómurinn völdin og Páll fann botninn á endanum. Upp frá botninum og yfir í batann  hefur hann svo tekið hvern sigurinn á fætur öðrum en hann fer yfir það með mér hvernig hann tók að mennta sig og fann sig svo í pólítikinni þar sem hann meðal annars sat á Alþingi í fjögur ár. Mjög sterk og heiðarlega saga sem ég fékk mikið úr því að hlusta á Páll Valur er einn af oss 🙏Guð gefi mér æðruleysi, til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt,kjark til að breyta því sem ég get breytt, og vit til að greina þar á milli 🙏