Hringborðið - Haukur & Pálmi

Skraut Bakkusar - A podcast by Óli Stefán

Categories:

Nýr þáttur nýr vinkill. Ég fékk til mín góðkunninga þáttarins og við settumst niður við svokallað hringborð. Hringborðið er hugsað þannig að fleiri en tveir komi saman til þess að ræða alkóhólismann. Tilgangurinn er að fá inn umræður og þannig fengið ákveðna dýpt í málefni sem upp eru sett hverju sinni. Þeir Haukur Einarsson og Pálmi Fannar Smárason eru hálfgerðir Guðfeður Skrauts Bakkusar því þeir hafa á bak við tjöldin hjálpað mér mjög mikið með þáttinn. Sjálfir hafa þeir sest hjá mér sem gestir og farið yfir sína sögu. Við förum yfir margt á hringborðinu að þessu sinni eins og það að sætta sig að geta ekki drukkið sér að skaðlausu og svo fórum við aðeins inn í þakklæti sem eykst bara með batanum. Ég fékk persónulega mikið út úr þessum þætti og vona að þið sem hlustið finnið það líka 🙏Guð gefi mér æðruleysi, til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt,kjark til að breyta því sem ég get breytt, og vit til að greina þar á milli 🙏