Máttur fyrirgefningarinnar - Ingibergur

Skraut Bakkusar - A podcast by Óli Stefán

Categories:

Gestur minn í þessum áttunda þætti heitir Ingibergur Þór Eins og með marga af mínum gestum hef ég tengingu við Ingiberg því við ólumst upp í sömu götu. Saga hans er átakanleg og lýsir alkóhólismanum og skuggum hans ótrúlega vel. Sorg og hatur er þráður í gegnum söguna en svo tekur við máttur fyrirgefningar og förum við Ingibergur aðeins inn á þann þátt batans. Sporavinnan er svo mikilvægt verkfæri í batanum og kemur Ingibergur mikið inn á vinnuna þar, bæði með sjálfan sig og svo vinnuna með öðrum. Ingibergur Þór er einn af oss !!Guð gefi mér æðruleysi, til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt,kjark til að breyta því sem ég get breytt, og vit til að greina þar á milli 🙏