Vertíðarblús - Viktor

Skraut Bakkusar - A podcast by Óli Stefán

Categories:

Í dag ræði ég við Vestmannaeyinginn Viktor Scheving Á afar einlægan og heiðarlegan hátt fer Viktor með okkur í gegnum sína reynslu. Hann byrjar mjög ungur að drekka í vinnunni í Vestmannaeyjum. Þaðan gerast hlutirnir mjög hratt og áður en hann veit af er hann algjörlega stjórnlaus, við það að verða róni á götunni eins og hann segir sjálfur. Hann fer yfir það með okkur hvernig sjómanns ferillinn byrjaði en þar fór drykkjan í veldisvöxt.  Einu skiptin sem hann varð edrú á þessum tíma var þegar að áfengisbyrgðirnar kláruðust úti á sjó. Þá tók við andlegur og líkamlegur niðurtúr sem ekkert nema næsti skammtur gat lagaðÞað er mjög áhugavert að hlusta á Viktor segja okkur frá því hvernig hann, bugaður á líkama og sál, ákvað að taka á móti lausninni, gera það sem honum var sagt að gera og tileinka svo líf sitt batanum í AA. Viktor varð  fékk mikinn áhuga á edrúmennskunni og hann fór allur í það að lesa og grúska í andlegum leiðum sem svo hjálpuðu honum í batanum. Ég tengdi og fékk mjög mikið út úr spjalli mínu við Viktor. Viktor Scheving Ingvarsson er einn af oss 🙏Guð gefi mér æðruleysi, til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt,kjark til að breyta því sem ég get breytt, og vit til að greina þar á milli 🙏