Ástandið á Gaza, íslenskur jarðvegur, þjóðtrú á undanhaldi
Spegillinn - A podcast by RÚV
Categories:
3. nóvember 2023 Antony Blinken, utanríkmisráðherra Bandaríkjanna, lagði að ráðamönnum Í Ísrael að fylgja alþjóðlegum mannúðarlögum í stríði þeirra við Hamas hryðjuverkasamtökin og heimila neyðaraðstoð til íbúa Gazasvæðisins. Ásgeir Tómasson sagði frá. Fjallað var um áhrif þeirrar miklu hlýnunar sem orðin er á norðurslóðum á íslenskan jarðveg. Ævar Örn Jósepsson ræddi við Bjarna Diðrik Sigurðsson skógvistfræðing og prófessor við Landbúnaðarháskóla Íslands. Þjóðtrú er enn rík í sumum Íslendingum; sérstaklega konum, eldra fólki og íbúum á landsbyggðinni, en efasemdir hafa samt aukist verulega hin síðari ár, og raunar margfaldast í sumum tilfellum. Brynjólfur Þór Guðmundsson ræddi þetta málefni við Terry Gunnell þjóðfræðing. Umsjónarmaður: Ásgeir Tómasson. Tæknimaður: Mark Eldred