Efling úr SGS, Heilsuvera, svelt hjúkrunarheimili, skólamál og Erdogan

Spegillinn - A podcast by RÚV

Categories:

Spegillinn 11. maí 2023 Umsjónarmaður: Ævar Örn Jósepsson Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon Stjórnandi fréttaútsendingar: Annalísa Hermannsdóttir Félagar í Eflingu samþykktu í dag að félagið segði sig úr Starfsgreinasambandinu. Fimm prósent félagsmanna tóku þátt í atkvæðagreiðslunni og sjötíu prósent þeirra samþykktu úrsögn. Formaður Eflingar fagnar niðurstöðunni og formaður Starfsgreinasambandsins segir hana ekki koma á óvart. Faðir langveikrar stúlku gagnrýnir að hafa misst aðgang að Heilsuveru hjá dóttur sinni eftir að hún varð sextán ára. Hún er ekki fær um að sækja sjálf um rafræn skilríki og stendur þar af leiðandi réttindalaus. Fjöldi sveitarfélaga hefur gefist upp á að reka hjúkrunarheimili fyrir ríkið og hafa mörg þeirra skilað rekstrinum til að þurfa ekki að borga tugi milljóna með honum á hverju ári. Starfsfólk Landspítala er hætt að fá sérstakar viðbótargreiðslur tengdar covid faraldrinum. Starfsfólk bráðamóttöku spítalans fær þó greiðslur í maí. Lífslíkur ómenntaðra eru talsvert lægri en þeirra sem hafa háskólamenntun. Þetta kemur fram í nýlegum tölum Hagstofunnar. Lífslíkur ómenntaðra kvenna hafa lækkað mest frá heimsfaraldri. ----- Félagar í Eflingu samþykktu í dag að félagið myndi segja sig úr Starfsgreinasambandinu. Tæplega 70 prósent þeirra sem greiddu atkvæði samþykktu úrsögnina. Einungis 5 prósent félagsmanna tóku þátt í atkvæðagreiðslunni. Rætt er við Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar, og Vilhjálm Birgisson, formann SGS. Á vormánuðum skipaði mennta- og barnamálaráðherra stýrihóp um eflingu framhaldsskóla. Að hans frumkvæði er hafið samtal um sameiningu Verkmenntaskólans og Menntaskólans á Akureyri, Kvennaskólans í Reykjavík og Menntaskólans við Sund, Fjölbrautaskólans á Suðurnesjum og Keilis, og svo Flensborgar og Tækniskólans. Þessi vinna er í fullum gangi og skýrslu um kosti og galla á að skila fyrir lok mánaðar. Sýnist sitt hverjum eins og komið hefur fram í fréttum, gagnrýnisraddir verið nokkuð háværar. Af hálfu ráðuneytisins hefur meðal annars verið vísað til þess að efla þurfi verk- og starfsnám og auka farsæld barna og ungmenna. Hildur Ingvarsdóttir skólameistari í Tækniskólanum fagnar því sem gert er til að efla starfsnám. Áform Receps Tayyips Erdogans, forseta Tyrklands, um að lengja tuttugu ára valdatíma sinn um fimm ár að minnsta kosti virðast vera að renna út í sandinn. Samkvæmt skoðanakönnun sem tyrkneska rannsókna- og ráðgjafarfyrirtækið Konda birtir í dag mælist fylgi hans fyrir forsetakosningarnar á sunnudag 43,7 prósent. Helsti keppinautur hans, Kemal.