Endurskoðun vinnulöggjafar og ræða Vladimírs Pútíns
Spegillinn - A podcast by RÚV
Categories:
Spegillinn 21. febrúar 2023 Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Mark Eldred. Stjórn útsendingar: Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir. Alþýðusamband Íslands hefur fengið frest til að afla gagna og vinna greinargerð í máli Ólafar Helgu Adolfsdóttur gegn ASÍ, Samtökum atvinnulífsins og íslenska ríkinu. Magnús Norðdahl, lögmaður ASÍ, segir niðurstöðu Landsréttar um að Eflingu beri ekki að afhenda félagatal sitt ekki athyglisverða í sjálfu sér. Niðurstaðan snúist fyrst og fremst um að ekki sé heimild til aðfarar. Dómur Landsdóms sem gerði ríkissáttasemjara ókleift að láta greiða atkvæði um miðlunartillögu í deilu Samtaka atvinnulífsins og Eflingar kallar á endurskoðun vinnulögjafarinnar, segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segir eftir síðustu vendingar í dómstólum sé eins og ríkissáttasemjari hafi í raun og veru ekki möguleika á að gera neitt, annað en að halda fundi. Vladimir Pútín Rússlandsforseti hefur dregið Rússa út úr kjarnorkuvopnasamkomulagi við Bandaríkin. Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, segir Atlantshafsbandalagið aldrei hafa staðið styrkari fótum. Ekki standi þó til að ráðast á Rússland. Gunnhildur Kjerúlf Birgisdóttir sagði frá. Guðmundur Guðmundsson er hættur sem landsliðsþjálfari karla í handbolta. Aðstoðarþjálfarar hans stýra liðinu í næstu verkefnum. Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ segir leit að framtíðareftirmanni Guðmundar ekki hafna. Freyr Gígja Gunnarsson tók saman, Helga Margrét Höskuldsdóttir talaði við Guðmund Ólafsson. Aldís Rún Lárusdóttir sviðsstjóri forvarnasviðs Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins segir að ekki megi breyta notkun húsnæðis, eins og gert var með áfangaheimilið Betra líf, án leyfis. Haukur Holm talaði við hana. Heilbrigðisráðherra vill breyta lögum svp refsiábyrgð hjá heilbrigðisstofnunum, fremur en einstaka heilbrigðisstarfsfólki, þegar alvarleg atvik í heilbrigðisþjónustu leiða til dauðsfalls eða stórfellds líkamstjóns, sé hægt að rekja atvikið til margra samverkandi þátta í starfsemi heilbrigðisstofnunar. Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir sagði frá. ----------- Vladimír Pútín, forseti Rússlands, fór mikinn í dag í ávarpi sem er ýmist kallað stefnuræða eða yfirlit um stöðu þjóðarinnar. Hann réðst harkalega gegn vestrænum ríkjum - kenndi þeim um að hafa komið af stað ófriðinum í Úkraínu og staðið að stigmögnun þeirra síðastliðið ár. Ásgeir Tómasson tók saman, brot úr ræðu Vladimírs Pútíns, Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATÓ fer einnig nokkrum orðum um stöðuna í stríðinu, Yevgeny Popov, þingmaður á Dúmunni segi