Fasteignamat 2024, ríkissáttasemjari hættir og hærri bílprófsaldur
Spegillinn - A podcast by RÚV
Categories:
Spegillinn 31. maí 2023. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Mark Eldred. Aðalsteinn Leifsson er hættur sem ríkissáttasemjari. Ástráður Haraldsson skipaður tímabundið hans stað. Fasteignamat íbúðarhúsnæðis hækkar mest í Skagabyggð og í Reykhólahreppi, það er um tæplega 44%. Að meðaltali er hækkun fasteignamats tæp tólf prósent. Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans segir horft til nýs fasteignamats í bankanum strax á morgun, til dæmis þegar kemur að endurfjármögnun lána. Heiða Björg Hilmisdóttir. Formaður Sambands sveitarfélaga segir báða deilendur verða að gefa eftir í kjaradeilunni við BSRB. Ekki komi til greina að samningar nái lengra aftur en til 1. apríl. Eigendur bandaríska lyfjafyrirtækisins Purdue Pharma, sem setti oxycontin á markað, hafa samið um friðhelgi frá lögsóknum í tengslum við ópíóíðafaraldur en greiða í staðinn sex milljarða dollara næstu árin. Gunnhildur Kjerúlf Birgisdóttir sagði frá. Mikið hefur borið á því að netsvindlarar sendi tölvupóst undir yfirskini lögreglu eða dómsmálaráðuneytisins til að reyna að hafa af fólki fé. Þar stendur að verið sé að rannsaka viðkomandi í tengslum við barnaklám eða barnaníð. Ísak Regal tók saman. ÍBV og Haukar útkljá það í oddaleik í kvöld hvort liðið hampar Íslandsmeistaratitili í handbolta. Edda Sif Pálsdóttir ræddi við stuðningsmennina Tryggva Rafnsson (ÍBV) og Jóhann Ólaf Sveinbjarnason (Haukar). ---------------- Aðalsteinn Leifsson segist hafa verið vakinn og sofinn í embætti ríkissáttasemjara og tímabært að hætta og snúa sér að öðru. Átök og dómsmál í tengslum við deildu Eflingar og SA í vetur hafi e.kki haft áhrif ákvörðun hans.. Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir ræddi við hann. Lilja Björk Einarsdóttir segir að hraðar vaxtahækkanir og staða lántakenda sé áhyggjuefni en vanskil einstaklinga hafi ekki aukist. Stígur Helgason ræddi við Lilju. Anna Kristín Jónsdóttir tók saman. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur lagt til að almenn ökuréttindi á EES-svæðinu verði bundin við 18 ára aldur. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra telur ekki ástæðu til að hverfa frá því að bílprófið geti fólk fengið 17 ára hér. Björn Malmquist sagði frá.