Finnar komnir í NATO, Trump ákærður og riðusmit er reiðarslag
Spegillinn - A podcast by RÚV
Categories:
Spegillinn 4. apríl 2023. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Markús Hjaltason. Stjórn útsendingar Margrét Júlía Ingimarsdóttir. Stór og sögulegur dagur segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra um Atlantshafsbandalagsaðild Finna; ekki síst fyrir Norðurlandasamstarfið. Aðildin er Tobiasi Billström utanríkisráðherra Svía fagnaðarefni, hann segir ekkert standa í vegi þess að Tyrkir samþykki inngöngu Svíþjóðar líka. Riðusmitið sem greindist á Bergstöðum í Miðfirði í gær er fertugasta og fimmta riðutilfellið frá aldamótum. . Mikið högg segir Unnur Valborg Hilmarsdóttir sveitarstjóri í Húnaþingi vestra. Bandaríkin ætla að útvega Úkraínu vopn fyrir tvo komma sex milljarða Bandaríkjadala. Gunnhildur Kjerúlf Birgisdóttir sagði frá. Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, verður senn birt ákæra fyrir dómstól í New York. Þetta er í fyrsta sinn sem fyrrverandi forseti landsins er ákærður. Á leiðinni í dómshúsið sagði hann málið óraunverulegt. Sorphaugurinn á Glerárdal getur aðeins framleitt metan í sex ár í viðbót. Það er töluvert minna en búist var við í upphafi, enda var áætlanagerð byggð á veikum grunni að sögn Sunnu Guðmundsdóttur verkefnastjóra umhverfis- og loftslagsmála hjá Norðurorku. Amanda Guðrún Bjarnadóttir talaði við hana --------------------- Norðurlandasamstarfið styrkist við inngöngu Finna í Atlantshafsbandalagið að mati Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, utanríkisráðherra. Björn Malmquist talaði við hana í Bruxelles í höfðuðstöðvum NATO. Sögulegir atburðir eru að gerast í Bandaríkjunum á þessari stundu. Donald Trump mætir fyrir dómara á Manhattan í New York þar sem honum verður birt ákæra, fyrstum sitjandi eða fyrrverandi forseta landsins. Ásgeir Tómasson tók saman. Eric Adams borgarstjóri New York borgar hvatti fólk til að sýna stillingu. Trump segir dómsmálið sprottið af ofsóknum pólitískra andstæðinga sinna. Enn og aftur veldur riða búsifjum í sveitum landsins. Í gær var staðfest riðusmit á bænum Bergsstöðum í Miðfirði í Vestur Húnavatnssýslu. Lóga þarf um 700 fjár á einu afurðahæsta sauðfjárbúi landsins. Höggið er þungt fyrir bændur á bænum og í sveitum landsins. Þó er vonast til að takist að uppræta sjúkdóminn með erfðaframförum. Bjarni Rúnarsson tók saman og ræddi við Evu Hauksdóttur, líffræðing á Keldum um riðu. Heyrist líka í Sigurborgu Daðadóttur, yfirdýralækni. Ólöf Rún Erlendsdóttir fréttamaður ræddi einnig við Sigríði Ólafsdóttur, bónda í Víðidalstungu og sveitarstjórnarmann í Húnaþingi vestra.