Ill meðferð vöggustofubarna, Freedom aflýst, áhugalausir Alþingismenn

Spegillinn - A podcast by RÚV

Categories:

Hvítir veggir, hvítir sloppar og börn í hvítum rúmum; þau skorti örvun og umhyggju á vöggustofum Reykjavíkur. Foreldrarnir fengu ekki að snerta þau og varla að heimsækja þau. Þetta hafði oft varanleg áhrif á líf og heilsu barnanna. Þau sættu illri meðferð að dómi nefndar sem hefur rannsakað starfsemina. Mannréttindaskrifstofa Reykjavíkur hefur aflýst fundi með tyrkneska körfuboltamanninum Enes Kanter Freedom sem hefur barist fyrir mannréttindum í heimalandi sínu en einnig gagnrýnt trans fólk. Forsetinn ætlar að hitta manninn. Einungis tveir þingmenn Norðvesturkjördæmis, af átta, boðuðu komu sína að hitta sveitarstjórnarmenn á Vestfjörðum. Stjórnarmaður í fjórðungssambandi Vestfjarða furðar sig á áhugaleysinu. Jón Fosse handhafi Nóbelsverðlaunana í bókmenntum í ár er krefjandi skáld fyrir nútímalesendur, segir Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson rithöfundur, sem er útgefandi verkanna. Stuðningur við Úkraínumenn er að vonum helsta umræðuefnið á leiðtogafundi Evrópska stjórnmálavettvangsins í Granada á Spáni. Nýtt vandamál er þó komið upp sem einnig þarf að takast á við: fjöldaflótti armenskra íbúa frá héraðinu Nagorno-Karabakh í Aserbaísjan til Armeníu. Þangað streymdu rúmlega eitt hundrað þúsund manns á fáum sólarhringum. Áætlað er að eftir séu um tuttugu þúsund, flest í héraðshöfuðborginni Stepanakert. Umsjónarmaður Spegilsins var Ragnhildur Thorlacius. Tæknimaður var Mark Eldred. Annalísa Hermannsdóttir stjórnaðir fréttaútsendingu.