Lagasetning ekki í aðsigi, Pence og spilliefni í sjóinn

Spegillinn - A podcast by RÚV

Categories:

Forsætisráðherra segir stjórnvöld ekki ætla að grípa inn í kjaraviðræður með lagasetningu að svo stöddu. Grannt sé þó fylgst með framvindu verkfalla. Komið er að úrslitastund um hvort formlegum kjaraviðræðum Eflingar og Samtaka atvinnulífsins verður fram haldið. Stjórn og trúnaðarráð Eflingar situr nú á fundi Sænska lögreglan hefur synjað tveimur umsóknum um leyfi til að brenna Kóraninn í Stokkhólmi. Ástæðan er sögð hryðjuverkaógn sem slíkum mótmælum getur fylgt. Fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna neitar að bera vitni í rannsókn sérstaks saksóknara á þætti Donalds Trumps í áhlaupi á þinghúsið í Washington fyrir tveimur árum. ------- Í dag hófst atkvæðagreiðsla meðal félagsmanna Eflingar um næstu lotu verkfalla. Þar kjósa um 600 starfsmenn hótela og gistiheimila um hvort leggja eigi niður störf. Verði það samþykkt er allt félagsfólk Eflingar sem starfar á hótelum komið í verkfall. Einnig nær það til um 400 öryggisvarða hjá Securitas og Öryggismiðstöðinni og 650 manns í ræstingum hjá Dögum og Sólar auk minni fyrirtækja, samtals um 1650 manns. Þeirri atkvæðagreiðslu lýkur á mánudag. Verði verkföllin samþykkt eiga þau að hefjast á hádegi þriðjudaginn 28. febrúar, í þarnæstu viku. Og áhrif verkfalla sem hófust í gær verða sífellt meiri. Olía og bensín fer minnkandi á nokkrum stöðvum á höfuðborgarsvæðinu og víðar. Ferðaþjónustan óttast að ferðamenn verði á hrakhólum fljótlega í kring um helgina. Bjarni Rúnarsson tekur saman atburði dagsins. Sérstakur saksóknari sem rannsakar þátt Donalds Trumps, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, í þinghúsárásinni 6. janúar 2021 stefndi á dögunum Mike Pence, varaforseta hans, til að bera vitni. Saksóknarinn starfar á vegum dómsmálaráðuneytisins. Að sögn bandarískra fjölmiðla var Pence birt stefnan eftir langar samningaviðræður stjórnvalda og lögmanna hans. Haft var eftir varaforsetanum fyrrverandi í bandarískum fjölmiðlum í gær að hann ætlaði ekki að mæta til yfirheyrslu undir neinum kringumstæðum. Hann væri jafnvel tilbúinn að fara fyrir hæstarétt til að fá stefnunni hnekkt. Það hefur lengi legið í loftinu að Mike Pence yrði stefnt til að mæta fyrir rannsóknarnefndina til að svara spurningum um atburðina sjötta janúar. Í viðtali í fréttaþætti CBS Face The Nation í nóvember sagði hann að ekki kæmi til greina að mæta. Ásgeir Tómasson segir frá. Vitað er um 160 tilvik þar sem olía og önnur spilliefni hafa farið í sjóinn utan ströndum Svíþjóðar, á síðustu þremur árum. Stundum í mjög miklu magni. Ekkert þessara mála hefur þó leitt til sakfellingar. Kári Gylfason í Gautaborg fjal