Milljarðadómur í makrílmáli og eyðilegging Kakhovka-stíflunnar
Spegillinn - A podcast by RÚV
Categories:
Spegillinn 6. júní 2023. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Kári Guðmundsson. Stjórn útsendingar: Annalísa Hermannsdóttir Ríkið var í dag dæmt til að greiða tveimur útgerðarfélögum um hálfan milljarð hvoru í bætur úthlutunar makrílheimilda á árunum 2011 til 18. Freyr Gígja Gunnarsson sagði frá. Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra vill áfrýja dómnum. Ráðamenn víða um heim hafa fordæmt eyðileggingu Kakhovka-stíflunnar í Úkraínu. Ástrós Signýjardóttir tók saman. Heyrist í Volodymyr Zelenskí forseta Úkraínu og Antonio Guterres framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna. Meirihluti fjárlaganefndar Alþingis leggur til að fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar verði samþykkt óbreytt. Málið var afgreitt úr nefndinni í dag. Jóhann Páll Jóhannsson (S) sakar ríkisstjórnina um að blekkja almenning. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (M) um sýndarmennsku. Náttúrufræðistofnun rannsakar fjöldadauða fugla á Vesturlandi og Suðvesturhorninu. Ekki liggur fyrir hvað dró fuglana til dauða en veður hafa verið óvenjuvond segir Sunna Björk Ragnarsdóttir, sviðsstjóri rannsókna og vöktunar hjá Náttúrufræðistofnun, Ísak Regal talaði við hana. Íslensk erfðagreining rannsakar erfðaefni úr beinum Páls Jónssonar biskups sem lést snemma á 13. öld. Kista hans var opnuð í Skálholtskirkju í morgun. Anna Lilja Þórisdóttir talaði við Kristin Björnsson vígslubiskup og Joe Wallace Walser sérfræðing í mannabeinum á Þjóðminjasafni Íslands. --------- Vatn úr uppistöðulóni við Kakhovka-stífluna í suðurhluta Úkraínu fossar óheft niður Dnipro-fljót eftir að hún var sprengd í nótt. Raforkuver í bænum Nova Kakhovka eyðilagðist og stíflan er sögð gjörónýt. Ásgeir Tómasson tók saman. Heyrist í Tymofiy Mylovanov, ráðgjafa Úkraínustjórnar, Vitaly Shevchenko, fréttamanni, Dmytro Kuleba utanríkisráðherra Úkraínu, Antonio Guterres, aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna og Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóra NATÓ. Samtök atvinnulífsins telja of mikla áherslu lagða á tekjuöflun ríkissjóðs umfram útgjaldahliðina í aðgerðum sem eiga að slá á verðbólgu. Anna Kristín Jónsdóttir ræðir við Önnu Hrefnu Ingimundardóttur, aðstoðarframkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins.