Ríkissjóður, hamfarir, málefni barna, sorphirða og ferðaþjónusta
Spegillinn - A podcast by RÚV
Categories:
Spegillinn 10.08. 2023 Umsjón: Ævar Örn Jósepsson Tæknimaður: Mark Eldred Stjórn fréttaútsendingar: Margrét Júlía Ingimarsdóttir Yfir fjögur þúsund manns hafa verið flutt brott frá flóðasvæðunum í Noregi. Miklar rýmingar standa yfir í bænum Hönefoss þar sem yfirborð árinnar Storelva hækkar hratt. Rætt er við Huldu Björk Jóhannsdóttur kennara í Hönefoss Havaí-eyjar hafa verið lýstar hamfarasvæði eftir að miklir gróðureldar blossuðu þar upp í gær. Tugir eru látnir og margra er saknað. Fjármálaráðherra segir að á komandi vetri eigi eftir að reyna á framlengingu kjarasamninga og á samtal við vinnumarkaðinn um hversu mikið menn eru tilbúnir að leggja á sig til að halda aftur af verðbólgunni. Rætt við Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra. Viðbragðstími lögreglu á Norðurlandi vestra styttist verulega með tilkomu fyrstu mönnuðu lögreglustöðvarinnar á Hvammstanga. Rætt við Unni Valborgu Hilmarsdóttur, sveitarstjóra Húnaþings. Sterkar vísbendingar eru um að staða barna með taugaþroskaraskanir sé víða alvarleg í íslenskum grunnskólum og dæmi um að skólarnir vísi börnum frá eða sinni ekki menntun þeirra. Rætt við Salvöru Nordal. Sorphirða á höfuðborgarsvæðinu hefur tafist og óánægja ríkir meðal íbúa. Deildarstjóri sorphirðu segir tafirnar vera vegna sumarleyfa og búnaðar sem ekki henti nýju flokkunarkerfi. Rætt við Atla Ómarsson, deildarstjóra sorphirðu hjá Reykjavíkurborg. ------- Að minnsta kosti 36 íbúar bæjarins Lahaina á eyjunni Maui á Havaíeyjum eru látnir vegna mikilla gróðurelda. Þeir kviknuðu á þriðjudag, en efldust til muna í gær vegna hvassviðris af völdum fellibylsins Dóru sem myndaðist á Kyrrahafi um mánaðamótin. Ásgeir Tómasson tók saman. Sterkar vísbendingar eru um að staða barna með taugaþroskaraskanir sé víða alvarleg í íslenskum grunnskólum og dæmi um að skólarnir vísi börnum frá eða sinni ekki menntun þeirra sem skyldi. Þetta er á meðal þess sem tilraunaverkefni um réttindagæslu barna hefur leitt í ljós. Ævar Örn Jósepsson ræddi þetta og ráðstefnu um loftslagsréttlæti og réttindi barna við Salvöru Nordal, umboðsmann barna, Í vetur er stefnt að beinu millilandaflugi til Akureyrar og í sumar hefur verið flogið til Sviss og Hollands frá Akureyri. Anna Kristín Jónsdóttir ræðir þetta og þolmörk og dreifingu ferðamennskunnar við Kristján Sigurjónsson, ritstjóra Túrista, og Önnu Dóru Sæþórsdóttur, prófessor í ferðamálafræði.