Verkföll, deila Pólverja og ESB, afsögn Sturgeon, vargöld í Svíþjóð

Spegillinn - A podcast by RÚV

Categories:

Spegillinn 15.02. 2023 Umsjón: Ævar Örn Jósepsson Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon Stjórn fréttaútsendingar: Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir. Settur ríkissáttasemjari hefur fundað með samninganefndum Eflingar og Samtaka atvinnulífsins síðan klukkan níu í morgun. Hann segir að setið verði fram á kvöld, svo lengi sem eitthvert gagn er af því. Formaður Samtaka atvinnulífsins segir það óhóflega bjartsýni að halda að samningar náist í kvöld en formaður Eflingar er bjartsýnni en áður. Fólk flykktist á bensínstöðvar í aðdraganda verkfallsins, til að fylla á bíla sína og jafnvel brúsa og tunnur að auki. Viðbúið er að verkfallið mikil áhrif á innanlandsflug, jafnvel þótt það vari aðeins nokra daga, fáist ekki undanþágur. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur hafið málaferli gegn stjórnvöldum í Póllandi eftir að æðsti dómstóll landsins dró í efa forgangsáhrif Evrópulaga. --------------- Verkfall um 600 Eflingarfélaga hófst á hádegi í dag. Það er ótímabundið og bætist við verkföll félagsins á hótelum sem hófust 7. febrúar. Þessi lota verkfalla kemur verr við almenning en fyrsta lotan, því nú eru bæði fleiri komin í verkfall, og ekki síður, að áhrifin eru meiri í ljósi þess að olíu- og bensíndælur á vesturhluta landsins eru teknar að tæmast hver á fætur annarri, og raunar gerðist það mjög fljótlega eftir að verkfall hófst um miðjan dag. Nicola Sturgeon tilkynnti í dag um afsögn sína sem fyrsti ráðherra Skotlands, eftir átta ár í embætti. Hún segist kveðja embættið með stolt í hjarta. Lögreglan í Stokkhólmi hefur haft afskipti af börnum allt niður í þrettán ára aldur í tengslum við vargöldina sem staðið hefur yfir frá því skömmu fyrir jól. Skotárásir og sprengjutilræði hafa verið daglegt brauð. Ódæðin eru oft framin af börnum og ungmennum meðan höfuðpaurarnir sitja í skjóli ? jafnvel erlendis.