#93: Breki Þórðarson

Sterakastið - A podcast by Sterakastið

Categories:

Crossfit perri fyrst og fremst en hann Breki er svo töluvert meira en það. Breki er banter god, þrek- og styrktarþjálfari, að læra byggingartæknifræði og keppir á elite level-i í CrossFit. Breki er með amniotic band syndrome sem að lýsir sér þannig að þegar að hann er í mallanum á mömmu sinni vefjast trefjabönd í móðurkviðnum utan um ákveðinn líkamshluta sem að stöðvar svo vöxt á þeim hluta og hjá honum var það vinstri höndin við olnboga. Breki keppir í upper extremity flokki í CrossFit og landaði seinast 7. sæti í heiminum á open og semi final ferlinu, en top 5 komast áfram á games. Breki fer yfir sína reynslu af því hvernig það er að vera þjálfaður með fæðingargallann sinn, andlegu átökin sín vegna athyglinar sem að hann fær, af hverju hann hann tekur þetta svona langt, hvernig það er að vera afreks íþróttamaður og hvernig honum finnst gaman að stuða fólk í kringum sig. Virkilega hvetjandi og skemmtileg hlustun. Þessi þáttur í boði Hreysti! STKAST15 fyrir 15% afslátt af öllum fæðubótarefnum hjá Hreysti, hágæða dót!