Ásgerðarsafn, ný íslensk stórsveitartónlist og arkitektúrpistill #2

Víðsjá - A podcast by RÚV

Categories:

Ásgerður Búadóttir var frumkvöðull í listvefnaði á Íslandi og telst meðal fremstu myndlistarmanna þjóðarinnar. Í síðustu viku opnaði glænýtt safn tileinkað Ásgerði og ævistarfi hennar á veraldarvefnum, á slóðinni asgerdarsafn.is. Umsjónarmaður safnsins og sonur Ásgerðar, Björn Þrándur Björnsson, segir okkur nánar af safninu og vinnunni að baki í þætti dagsins. Samúel Jón Samúelsson segir okkur líka frá tónleikum sem Stórsveit Reykjavíkur stendur fyrir í Hörpu nú á sunnudag undir yfirskriftinni Ný íslensk tónlist, en þar verða flutt glæný tónverk eftir ólíka íslenska höfunda. Og arkitektinn og arkitektúrsagnfræðingurinn Óskar Arnórsson flytur okkur pistil númer tvö í nýrri pistlaröð sem hann kallar Arkitektúr og...