Svipmynd - Barbara Hannigan - ensk útgáfa

Víðsjá - A podcast by RÚV

Categories:

Barbara Hannigan er margverðlaunuð sópransöngkona og hljómsveitarstjóri, tónlistarkona í framlínu þess áhugaverðasta og vandaðasta sem gerist í klassíska tónlistarheiminum í dag. Hún er þekkt fyrir hugrekki og frumlegheit í efnisvali og sérlega vandaðar tónleikaefnisskrár, þar sem hún blandar saman gömlu og nýju á músíkalskan og áhrifaríkan hátt. Hannigan er án efa meðal hæfileikaríkustu og eftirsóttustu tónlistarmanna í heiminum og það því sannarlega stórfrétt þegar tilkynnt var að Hannigan myndi taka við stöðu aðalhljómsveitarstjóra og listræns stjórnanda Sinfóníuhljómsveitar Íslands frá haustinu 2026. Nú styttist í að Barbara Hannigan stígi á Eldborgarsviðið næst, því hún mun stýra og syngja með Sinfóníuhljómsveit Íslands á lokatónleikum tónleikaársins, þann 5. júní næstkomandi. Svipmynd dagsins er tileinkuð Barböru Hannigan. Í útsendingu ljáði Gígja Hólmgeirsdóttir Barböru rödd sína, en í þessari vefútgáfu Víðsjár má heyra svör Hannigan sjálfrar á ensku.